Óvæntur sigur ÍR á Grindavík

Hrafnhildur Magnúsdóttir skoraði fjögur stig í dag.
Hrafnhildur Magnúsdóttir skoraði fjögur stig í dag. Ljósmynd/Karfan.is

ÍR vann óvæntan 55:44-sigur á Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta í dag. Í hinum leik dagsins vann Þór Ak. öruggan 74:59-sigur á Hamri.

Fyrir leiki dagsins var Grindavík sex stigum á undan ÍR, en það voru Breiðhyltingarnir sem voru betri í dag. Hanna Þráinsdóttir 16 stig fyrir ÍR og Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 14 fyrir Grindavík. Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði 20 stig fyrir Þór gegn Hamri og Helga Sóley Heiðarsdóttir gerði slíkt það sama fyrir Hamar.

Grindavík og Þór Ak. eru nú bæði með 16 stig í 3. og 4. sæti. ÍR kemur þar á eftir með 12 stig. Hamar er í 6. sæti með fjögur stig. 

Hamar - Þór Ak. 59:74

Hveragerði, 1. deild kvenna, 20. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 7:4, 14:14, 16:16, 22:21, 27:24, 31:28, 35:28, 36:35, 40:42, 40:48, 48:53, 48:59, 52:65, 56:70, 59:70, 59:74.

Hamar: Helga Sóley Heiðarsdóttir 20/10 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 20/11 fráköst, Ragnheiður Magnúsdóttir 10/8 fráköst, Margrét Hrund Arnarsdóttir 3/4 fráköst, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 3, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 3/5 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Þór Ak.: Unnur Lára Ásgeirsdóttir 20/8 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 17/7 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 16/11 fráköst/6 stoðsendingar, Magdalena Gísladóttir 10/7 fráköst, Gréta Rún Árnadóttir 6, Sædís Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Særós Gunnlaugsdóttir 1/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Sveinn Björnsson, Harpa Guðjónsdóttir.

ÍR - Grindavík 55:44

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, 1. deild kvenna, 20. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 2:0, 6:6, 8:6, 13:9, 16:13, 20:18, 22:23, 26:26, 28:29, 31:32, 35:32, 37:33, 39:35, 44:42, 51:43, 55:44.

ÍR: Hanna Þráinsdóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Nína Jenný Kristjánsdóttir 14/9 fráköst/3 varin skot, Birna Eiríksdóttir 10/7 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 6/10 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 4/5 fráköst, Kristín Rós Sigurðardóttir 3, Hlín Sveinsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Grindavík: Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 14/14 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 9, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 5, Halla Emilía Garðarsdóttir 4/5 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 3, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Noélia Roset Rial 3, Andra Björk Gunnarsdóttir 2, Elsa Albertsdóttir 1/8 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Hjörleifur Ragnarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert