Fjölnir styrkti stöðuna í öðru sæti

Fjölniskonur fagna í dag.
Fjölniskonur fagna í dag. Ljósmynd/karfan.is

Fjölnir hafði betur gegn Þór Ak., 67:59 í 1. deild kvenna í körfubolta í dag. Með sigrinum styrkti Fjölnir stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.

KR er á toppi deildarinnar með 30 stig, fullt hús stiga. Fjölnir kemur þar á eftir með 22 stig. Grindavík og Þór Ak. koma þar á eftir með 16 stig.

McCalle Feller var stigahæst hjá Fjölni með 25 stig og tók hún einnig 15 fráköst. Berglind Karen Ingvarsdóttir skoraði 11 stig. Hjá Þórsurum var Unnur Lára Ásgeirsdóttir stigahæst með 23 stig og tók hún 11 fráköst.  

Fjölnir - Þór Ak. 67:59

Dalhús, 1. deild kvenna, 21. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 4:2, 7:6, 9:10, 13:18, 16:20, 18:31, 20:34, 27:40, 34:40, 37:45, 41:46, 46:51, 50:53, 57:57, 60:57, 67:59.

Fjölnir: McCalle Feller 25/15 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Karen Ingvarsdóttir 11/8 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 11/12 fráköst/4 varin skot, Margrét Ósk Einarsdóttir 8, Erla Sif Kristinsdóttir 8/13 fráköst, Fanndís María Sverrisdóttir 2, Margrét Eiríksdóttir 1, Birta Margrét Zimsen 1.

Fráköst: 35 í vörn, 20 í sókn.

Þór Ak.: Unnur Lára Ásgeirsdóttir 23/11 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 14/7 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 10, Særós Gunnlaugsdóttir 5/6 fráköst, Erna Rún Magnúsdottir 4/6 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 3.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frímannsson, Harpa Guðjónsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert