Oklahoma í stuði gegn LeBron og félögum

Russell Westbrook sækir að Dwayne Wade í leik Oklahoma og …
Russell Westbrook sækir að Dwayne Wade í leik Oklahoma og Cleveland. AFP

Leikmenn Oklahoma City Thunders voru í miklu stuði er þeir mættu LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta. Lokatölur urðu 148:124, Oklahoma í vil. Paul George var sjóðheitur og skoraði 36 stig fyrir Oklahoma og Russel Westbrook gaf 20 stoðsendingar. Isaiah Thomas gerði 24 stig fyrir Cleveland. 

Philadelphia vann sinn sjöunda sigur í síðustu átta leikjum er Milwaukee Buck kom í heimsókn, 116:94. Eins og oft áður var Joel Embiid í stuði. Hann skoraði 29 stig og tók níu fráköst. Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo sem er að glíma við smávægileg meiðsli. 

Houston hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum eftir 116:108-sigur á Golden State á heimavelli. Chris Paul gerði 33 stig fyrir Houston og Kevin Durant 26 fyrir Golden State. Liðin verma tvö efstu sæti vesturdeildarinnar. Þar er Minnesota komið í 4. sæti eftir 115:109-sigur á Toronto. 

Úrslit næturinnar og gærkvöldsins í NBA: 

Oklahoma City Thunders - Cleveland Cavaliers 148:124
Chicago Bulls - Atlanta Hawks 113:97
Miami Heat - Charlotte Hornets 106:105
Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 104:111
Milwaukee Bucks - Philadelphia 76ers 94:116
Golden State Warriors - Houston Rockets 108:116
Toronto Raptors - Minnesota Timberwolves 109:115
La Clippers - Utah Jazz 113:125
Dallas Mavericks - Portland Trail Blazers 108:117

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert