Vestri upp að hlið Hamars og Breiðabliks

Nebojsa Knezevic átti góðan leik fyrir Vestra.
Nebojsa Knezevic átti góðan leik fyrir Vestra. Ljósmynd/Karfan.is

Vestri er kominn upp að hlið Hamars og Breiðabliks í 2. sæti 1. deildar karla í körfubolta eftir 93:80-sigur á ÍA á Ísafirði í dag. Gnúpverjar unnu svo nokkuð óvæntan 83:79-útisigur á Snæfelli.

Eftir sigurinn eru Breiðablik, Vestri og Hamar öll með 22 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Skallagríms. Nemanja Knezevic skoraði 31 stig og tók 17 fráköst fyrir Vestra og Nebojsa Knezevic gerði 28 stig. Marcus Levi Dewberry átti stórleik fyrir ÍA og skoraði 42 stig. 

Snæfell var með 77:75-forystu gegn Gnúpverjum þegar skammt var eftir en gestirnir voru betri á lokakaflanum og tryggðu sér góðan sigur. Christian Covile skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Everage Lee gerði 38 fyrir Gnúpverja. Snæfell er í 5. sæti með 18 stig og Gnúpverjar í 7. sæti með tíu stig. 

Snæfell - Gnúpverjar 79:83

Stykkishólmur, 1. deild karla, 21. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 4:7, 11:15, 18:19, 21:23, 26:27, 33:28, 33:34, 41:40, 44:48, 53:53, 54:57, 57:62, 59:64, 71:69, 77:75, 79:83.

Snæfell: Christian David Covile 24/10 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 16/6 stoðsendingar, Viktor Marínó Alexandersson 16, Þorbergur Helgi Sæþórsson 14/11 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Aron Ingi Hinriksson 3.

Fráköst: 28 í vörn, 7 í sókn.

Gnúpverjar: Everage Lee Richardson 38/11 fráköst, Gabríel Sindri Möller 23/9 fráköst, Atli Örn Gunnarsson 16/6 fráköst, Ægir Hreinn Bjarnason 4/4 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 2.

Fráköst: 17 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: .

Vestri - ÍA 93:80

Ísafjörður, 1. deild karla, 21. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 8:8, 12:11, 19:15, 20:23, 27:27, 31:35, 39:35, 44:44, 48:48, 54:53, 60:58, 69:63, 73:68, 80:72, 85:79, 93:80.

Vestri: Nemanja Knezevic 31/17 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Nebojsa Knezevic 28/4 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 14/5 fráköst, Nökkvi Harðarson 10/5 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 4/8 stoðsendingar, Gunnlaugur Gunnlaugsson 3, Helgi Snær Bergsteinsson 2, Hugi Hallgrímsson 1.

Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.

ÍA: Marcus Levi Dewberry 42/10 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Rúnar Sigurðsson 13, Sindri Leví Ingason 10/5 fráköst, Jón Frímannsson 9/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 4/4 fráköst, Sigursteinn Orri Hálfdánarson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Friðrik Árnason, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert