Logi leggur landsliðsskóna á hilluna

Logi Gunnarsson í leik við Frakka á Evrópumótinu í Finnlandi …
Logi Gunnarsson í leik við Frakka á Evrópumótinu í Finnlandi á síðasta sumri. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson ætlar að leggja landsliðsskóna á hilluna að loknum landsleiknum við Tékka á sunnudaginn í Laugardalshöll en viðureignin er liður í undankeppni heimsmeistaramótsins. 

Logi staðfesti þetta í samtali við Vísi  í dag. Hann á 146 landsleiki að baki á átján árum og er fjórði leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik. 

Íslenska landsliðið leikur tvo leiki í undankeppni HM á næstunni. Fyrri viðureignin verður við Finna í Laugardalshöll á föstudagskvöld og sú síðari á móti Tékkum á sunnudag á sama stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert