Brynjar er hættur með landsliðinu

Brynjar Þór Björnsson í landsleik gegn Kýpur.
Brynjar Þór Björnsson í landsleik gegn Kýpur. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í körfuknattleik, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið.

Þetta kemur fram á vef RÚV í dag, en hann segir ástæðuna á bak við ákvörðunina vera þá að hann vilji víkja fyrir yngri leikmönnum. Hlutverk Brynjars hefur verið nokkuð rokkandi í landsliðinu og hann var til að mynda síðasti leikmaðurinn til þess að detta úr hópnum fyrir EM í Berlín 2015.

Brynjar á að baki 68 landsleiki síðustu tíu ár, en hann er annar leikmaðurinn sem ákveður að hætta með landsliðinu. Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur einnig gefið það út að eftir komandi leiki við Finnland og Tékkland að landsliðsskórnir fari upp í hillu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert