Fjórir frá Haukum í landsliðshópnum

Kári Jónsson úr Haukum er í 17 manna landsliðshópnum.
Kári Jónsson úr Haukum er í 17 manna landsliðshópnum. mbl.is/Styrmir Kári

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfuknattleik, hefur valið 17 manna hóp fyrir leikina gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM sem fram fara í Laugardalshöllinni um næstu helgi.

Endanlegur 12 manna hópur verður valinn á fimmtudaginn en Ísland mætir Finnlandi á föstudaginn og Tékklandi á sunnudaginn.

Fjórir úr toppliði Hauka eru í hópnum og þrír þeirra eru nýliðar en það eru þeir Breki Gylfason, Emil Barja og Hjálmar Stefánsson.

17 manna hópurinn er þannig skipaður:

Breki Gylfason, Haukum
Emil Barja, Haukum
Haukur Helgi Pálsson, Cholet Basket
Hjálmar Stefánsson, Haukum
Hlynur Bæringsson, Stjörnunni
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket
Jón Arnór Stefánsson, KR
Kári Jónsson, Haukum
Kristófer Acox, KR
Logi Gunnarsson, Njarðvík
Martin Hermannsson, Chalons-Reims
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Pavel Ermolinskij, KR
Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Njarðvík
Tryggvi Snær Hlinason, Valencia

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert