Haukar unnu stórleikinn stórt

Embla Kristínardóttir, leikmaður Keflavíkur, sækir að körfunni í leiknum í …
Embla Kristínardóttir, leikmaður Keflavíkur, sækir að körfunni í leiknum í kvöld. Helena Sverrisdóttir og Dýrfinna Arnardóttir eru henni til varnar fyrir Hauka. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar skelltu Keflavík, 81:63, í 20. umferð Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik á Ásvöllum í kvöld. Haukar hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína gegn Keflavík í vetur. 

Mikið jafnræði var meðal liðanna í fyrsta leikhluta en Haukar létu vel finna fyrir sér í öðrum og höfðu sjö stiga forystu í hálfleik. Brittany Dinkins var drjúg fyrir gestina og skoraði 22 stig í fyrri hálfleiknum einum og sér en sú bandaríska í liði Hauka, Whitney Michelle Frazier, var stigahæst heimakvenna með 15 stig og landsliðskonan Helena Sverrisdóttir þar á eftir með 13.

Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega eða þangað til að Haukar skoruðu þrjár þriggja stiga körfur í röð og virtist þá allur vindur úr seglum meistaranna. Haukar unnu leikhlutann 28:15 og voru með 22 stiga forystu fyrir fjórða og síðasta hluta leiksins. Það var lítið skorað undir lokin og virtist Keflvíkingar hafa játað sig sigraða.

Helena, eins og svo oft áður, var frábær í liði Hauka, skoraði 27 stig og átti 16 fráköst en Dinkins endaði með 31 stig fyrir Keflavík. Haukar skella sér á toppinn og eru nú með 30 stig, jafnmörg og Valur en Haukar hafa betri innbyrðisviðureign. Keflavík er áfram í þriðja sætinu með 26 stig.

Haukar - Keflavík 81:63

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild kvenna, 21. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 7:6, 9:11, 16:17, 20:19, 27:21, 31:23, 33:25, 43:32, 48:36, 56:45, 61:49, 71:49, 72:51, 74:54, 81:56, 81:63.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 27/16 fráköst/7 stoðsendingar, Whitney Michelle Frazier 25/17 fráköst/7 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 13/11 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 4/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 3, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3, Rósa Björk Pétursdóttir 2.

Fráköst: 37 í vörn, 12 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 31, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/5 fráköst, Embla Kristínardóttir 6/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 5, Irena Sól Jónsdóttir 3, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.

Fráköst: 21 í vörn, 2 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Halldor Geir Jensson.

Áhorfendur: 56

Haukar 81:63 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert