Hamar vann jafnan toppslag

Hamarsmenn höfðu ástæðu til þess að fagna í kvöld.
Hamarsmenn höfðu ástæðu til þess að fagna í kvöld. Ljósmynd/Karfan.is

Hamar hafði betur gegn Vestra, 99:97 í hörkuleik í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn var Vestri í 2. sæti með 30 stig og Hamar stigi á eftir, en með sigrinum fór Hamar upp í 2. sætið.

Hamarsmenn voru yfir nánast allan leikinn og voru með 77:62-forystu fyrir síðasta leikhlutann. Þrátt fyrir mikla baráttu tókst Vestra ekki að jafna og sætur sigur Hamars varð raunin. Julian Nelson skoraði 25 stig fyrir Hamar og Þorgeir Freyr Gíslason gerði 14 stig. Hjá Vestra var Nebojsa Knezevic með 26 stig og Adam Smári Ólafsson skoraði 20 stig. 

Vestri - Hamar 97:99

Ísafjörður, 1. deild karla, 23. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 7:12, 14:16, 17:25, 18:33, 22:37, 28:41, 30:46, 38:51, 51:56, 55:64, 60:72, 62:77, 71:83, 77:89, 85:94, 97:99.

Vestri: Nebojsa Knezevic 26/10 fráköst/9 stoðsendingar, Adam Smari Olafsson 20/7 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 16, Hilmir Hallgrímsson 11/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 11/4 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 7/5 fráköst/5 stolnir, Rúnar Ingi Guðmundsson 3, Hugi Hallgrímsson 3/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Hamar: Julian Nelson 25/8 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 14/9 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 14/8 stoðsendingar/5 stolnir, Dovydas Strasunskas 14/10 fráköst, Larry Thomas 14/11 fráköst/6 stolnir, Ísak Sigurðarson 11, Oddur Ólafsson 4, Mikael Rúnar Kristjánsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Aron Runarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert