Tékkar gerðu Íslendingum greiða

Frá leik Tékka og Búlgara í dag.
Frá leik Tékka og Búlgara í dag. Ljósmynd/Fiba

Tékkland vann nauman 78:76-útisigur á Búlgaríu í undankeppni heimsmeistaramóts karla í körfubolta í dag. Leikurinn var í F-riðli, sama riðli og Ísland leikur í, og koma úrslitin sér vel fyrir íslenska liðið.

Tékkland er nú í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Takist Íslandi að vinna Finnland í Laugardalshöllinni í kvöld verða Ísland, Finnland og Búlgaría öll jöfn með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Tékklandi, þegar riðlakeppnin er hálfnuð. 

Efstu þrjú lið riðilsins fara áfram í milliriðla, þar sem skorið verður úr hvaða þjóðir leika á HM í Kína á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert