Góður sigur Bucks í Toronto

Giannis Antetokounmpo.
Giannis Antetokounmpo. AFP

Milwaukee Bucks vann frábæran sigur á Toronto Raports í slag liðanna í Austurdeild NBA-deildarinnar í bandaríska körfuboltanum í nótt. Lokatölur urðu eftir framlengdan leik 122:119 en leikið var í Toronto.

Grikkinn Giannis Antetokounmpo var atkvæðamikill hjá Bucks með 26 stig og 12 fráköst en fyrir leikinn í hafði Toronto-liðið unnið sjö leiki í röð.

„Það er langt síðan við unnum þá og manni líður miklu betur núna, ef ég á að vera hreinskilinn við þig,“ sagði Antetokounmpo eftir leikinn.

DeMar DeRozan setti niður 33 stig fyrir Raptors sem höfðu unnið fimm leiki í röð gegn Bucks og 15 leiki af síðustu 17.

Toronto er í toppsæti Austurdeildarinnar með 41 sigur, jafnmarga og Boston Celtics sem á tvo leiki til góða. Milwaukee hefur 33 sigra í 6. sæti.

Úrslit næturinnar:

98:110 Detroit Pistons - Boston Celtics
116:93 Indiana Pacers -  Atlanta Hawks
105:122 Washington Wizards - Charlotte Hornets
119:122 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks
120:102 Houston Rockets - Minnesota Timberwolves
89:112 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers
124:123 New Orleans Pelicans - Miami Heat
122:119 Denver Nuggets - San Antonio Spurs
117:128 Phoenix Suns - LA Clippers
81:100 Utah Jazz - Portland Trailblazers
124:102 LA Lakers - Dallas Mavericks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert