Fínn leikur Martins ekki nóg

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Martin Hermannsson átti fínan leik fyrir Chalons-Reims í 91:77-tapi gegn Chalon/Saone á útivelli í frönsku A-deildinni í körfubolta í kvöld. Martin skoraði 13 stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 33 mínútum.

Haukur Helgi Pálsson átti hins vegar ekki sinn besta leik fyrir Cholet, sem tapaði fyrir Limoges á útivelli, 67:60. Haukur skoraði þrjú stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. 

Chalons-Reims og Cholet eru bæði með 20 stig, í 13. og 14. sæti frönsku deildarinnar. Liðin eru bæði tveimur stigum frá úrslitakeppninni og sex stigum fyrir ofan fallsæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert