Hamar einum sigri frá öðru tækifæri

Hamarsmenn léku til úrslita í fyrra.
Hamarsmenn léku til úrslita í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Hamar er kominn í kjörstöðu í undanúrslitaeinvígi sínu um sæti í efstu deild karla í körfubolta eftir 104:89-útisigur á Snæfelli í öðrum leik liðanna í dag. Hamar hefur unnið tvo fyrstu leikina, en þrjá sigra þarf til að fara í úrslit.

Leikurinn var jafn og spennandi, þangað til í fjórða leikhlutanum. Þá tók Hamar öll völd á leiknum og sigldi góðum sigri í hús. Larry Thomas var drjúgur fyrir Hamarsmenn og skoraði 31 stig, Julian Nelson var með 22 stig og Dovydas Strasunskas skoraði 15. Christian Covile skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Geir Elías Úlfur Helgason 22 stig. 

Hamar lék til úrslita um sæti í efstu deild í fyrra, en varð að gera sér að góðu tap gegn Val í oddaleik. Takist Hamarsmönnum að vinna einn leik til viðbótar fá þeir annað tækifæri. 

Snæfell - Hamar 89:104

Stykkishólmur, 1. deild karla, 19. mars 2018.

Gangur leiksins:: 6:4, 12:13, 18:20, 27:25, 33:31, 41:32, 44:39, 55:53, 60:56, 62:63, 66:65, 69:71, 71:75, 75:81, 82:94, 89:104.

Snæfell: Christian David Covile 24/8 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 22/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 15, Viktor Marínó Alexandersson 13, Aron Ingi Hinriksson 5, Nökkvi Már Nökkvason 5, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5/4 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 3 í sókn.

Hamar: Larry Thomas 31/5 fráköst, Julian Nelson 22/8 fráköst, Dovydas Strasunskas 15, Þorgeir Freyr Gíslason 10/4 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 8, Jón Arnór Sverrisson 8/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ísak Sigurðarson 7, Smári Hrafnsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhann Guðmundsson, Aron Rúnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert