Breiðablik leikur um sæti í efstu deild

Breiðablik leikur til úrslita um sæti í efstu deild eftir …
Breiðablik leikur til úrslita um sæti í efstu deild eftir sigur á Vestra. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik er komið í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild karla í körfubolta eftir 83:74-sigur á Vestra í þriðja leik liðanna í undanúrslitunum í kvöld. Breiðablik vinnur einvígið 3:0 og mætir annaðhvort Snæfelli eða Hamri í úrslitaeinvígi.

Vestri fór betur af stað og vann 1. leikhlutann 25:17 og var staðan 46:38, Vestra í vil í hálfleik. Breiðablik var hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik og snéri leiknum sér í vil.

Jeremy Smith skoraði 24 stig og tók 11 fráköst fyrir Breiðblik og Snorri Vignisson gerði 18 stig og tók 12 fráköst. Hjá Vestra var Nebojsa Knezevic stigahæstur með 30 stig. 

Smárinn, 1. deild karla, 22. mars 2018.

Gangur leiksins:: 4:7, 7:14, 12:21, 17:25, 25:28, 27:37, 32:43, 36:46, 41:48, 46:50, 48:55, 54:55, 60:55, 68:58, 72:63, 83:74.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 24/11 fráköst/6 stoðsendingar, Snorri Vignisson 18/12 fráköst/3 varin skot, Halldór Halldórsson 11/4 fráköst, Christopher Woods 10/5 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 7/7 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 5, Sveinbjörn Jóhannesson 5/5 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 3.

Fráköst: 27 í vörn, 20 í sókn.

Vestri: Nebojsa Knezevic 30/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 21/13 fráköst, Adam Smari Olafsson 6/6 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 5, Gunnlaugur Gunnlaugsson 3, Nökkvi Harðarson 3, Helgi Snær Bergsteinsson 3, Ingimar Aron Baldursson 3.

Fráköst: 18 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Gunnlaugur Briem, Aron Rúnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert