Dómaranefnd KKÍ kærir Taylor

Hlynur Bæringsson og Ryan Taylor.
Hlynur Bæringsson og Ryan Taylor. mbl.is/Árni Sæberg

Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur í samráði við dómara í leik ÍR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í gærkvöld ákveðið að kæra atvik sem átti sér stað í leiknum til aga- og úr­sk­urðar­nefnd­ar KKÍ.

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Atvikið sem um ræðir er þegar ÍR-ingurinn Ryan Taylor virtist slá Stjörnumanninn Hlyn Bæringsson í höfuðið. Dómarar leiksins dæmdu óíþrótta­manns­lega villu á Taylor.

Hannes segir í viðtali við Vísi að úrskurður aga- og úr­sk­urðar­nefnd­ar KKÍ muni liggja fyrir á morgun en hún get­ur dæmt Tayl­or í leik­bann ef hún lít­ur brotið al­var­leg­um aug­um.

ÍR hafði betur í leiknum, 67:64, og er 2:1 yfir í einvígi liðanna en fjórði leikurinn fer fram í Ásgarði á sunnudagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert