LaMarcus Aldridge hetjan í framlengdum leik

LaMarcus Aldridge sló persónulegt met í nótt er hann gerði …
LaMarcus Aldridge sló persónulegt met í nótt er hann gerði 45 stig í einum leik. AFP

LaMarcus Aldridge spilaði leik lífs síns í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt er hann skoraði 45 stig fyrir San Antonio Spurs í 124:120-sigri á Utah Jazz í framlengdum leik. Donovan Mitchell var stigahæstur Utah með 35 stig en leikurinn var hnífjafn allt til enda.

Afgerandi fjórði leikhluti skilaði Bolton Celtics naumum 105:100-sigri á Portland Trail Blazers. Portland vann fyrstu þrjá leikhlutana og var 77:67-yfir fyrir loka kaflann en þá hrukku Boston-menn í gang og skoruðu 38 stig gegn 23 en Marcus Morris var þeirra öflugasti maður með 30 stig.

Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors sem vann Atlanta Hawks 106:94. Curry hefur verið að eiga við meiðsli undanfarið og hann meiddist aftur í leiknum í nótt, eftir að hafa skorað 29 sig á 25 mínútum. Óljóst er hversu lengi hann verður frá að þessu sinni.

Úrslitin í nótt:

Toronto - Brooklyn 116:112
New York - Minnesota 104:108
Cleveland - Phoenix 120:95
Washington - Denver 100:108
Indiana - Los Angeles 109:104
Chicago - Milwaukee 105:118
Oklahoma - Miami 105:99
San Antonio - Utah 124:120
Portland - Boston 100:105
Golden State - Atlanta 106:94

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert