Svakaleg viðureign

Brynjar Þór Björnsson
Brynjar Þór Björnsson mbl.is/Hari

Er Tryggvi Hlinason á leiðinni í NBA deildina? Er KR að fara bæta við sig leikmanni núna í lokaúrslitunum? Var Breiðablik búið að undirstinga Pétur Ingvarsson með það að taka við liðinu fyrir úrslitarimmuna í 1. deildinni? Átti að dæma Brynjar Þór Björnsson í bann í viðureigninni við Hauka?

Þetta eru allt spurningar sem maður heyrir marga vera að spyrja sig að þessa dagana og ætla ég að reyna að svara þeim í þessum pistli mínum ásamt því að rýna aðeins í úrslitarimmu Tindastóls og KR sem hefst í kvöld.

Tryggvi er klárlega á „radar“ hjá mörgum NBA-liðum og er oft til umfjöllunar hjá njósnurum sem hafa það að atvinnu að finna og fjalla um efnilega leikmenn. Líkurnar á að Tryggvi komist í eitthvert NBA-lið í sumar eru kannski ekki miklar ef maður á að vera raunsær en það er mín skoðun að hann mun fá tækifæri í framtíðinni. Sama hvort það verður í gegnum nýliðavalið á næsta ári eða á reynslusamning einhvern tímann seinna. Hann á bara eftir að bæta sig á Spáni og verða meira tilbúinn fyrir stóra sviðið. Hann er þegar kominn í hágæða bolta í Evrópu þrátt fyrir að vera nánast nýbyrjaður að æfa körfubolta.

Galnar samsæriskenningar

Ráðning Péturs Ingvarssonar til Breiðabliks aðeins örfáum dögum eftir að hann tapaði fyrir Blikum í úrslitum 1. deildar hefur vakið athygli. Maður hefur heyrt galnar samsæriskenningar um hvort þetta hafi verið ákveðið fyrirfram og annað í þeim dúr. Svarið er klárlega nei. Hlutirnir ganga ekki svoleiðis fyrir sig í þessum þjálfarageira. Fyrir mér er þetta flott ráðning hjá Blikum þó svo að tímasetningin gæti verið betri en það er lítið við henni að gera.

Brynjar Þór (sem er ansi oft kallaður Brynjar Björn) er mikið búinn að vera í umræðunni eftir atvik gegn Haukum. Sjálfur skoðaði ég þetta atvik mörgum sinnum og gat ekki annað séð en þetta væri óvart. Það sem hins vegar hjálpaði honum ekki í þessu öllu saman er að hann hefur verið duglegur síðustu ár að koma sér í svona aðstæður. Það breytir því hins vegar ekki að þetta tiltekna brot hans á Emil Barja var óvart að mínu mati. Menn geta síðan verið ósammála mér ef því er að skipta.

Grein Benedikts í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert