LeBron og félagar á hálum ís

LeBron James í leiknum í nótt.
LeBron James í leiknum í nótt. AFP

„Við verðum að spila betur. Það á einnig við um mig. Við gefumst ekki upp,“ sagði LeBron James eftir að lið hans, Cleveland Cavaliers, laut í lægra haldi í annað skipti fyrir Indiana Pacers í átta liða úrslitum Austurdeildar NBA í nótt.

Cleveland var skrefi á undan nær allan leikinn, en undir það síðasta spýtti Indiana í lófana og vann með tveimur stigum, 92:90.

LeBron var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig og Bojan Bogdanovic í liði Indiana með 30 stig.

Indiana leiðir því 2-1, en liðið er tveimur sigrum frá því að slá LeBron og félaga úr keppni.

Liðsmenn Washington Wizards klóruðu í bakkann gegn Toronto Raptors, en þeir síðarnefndu hafa unnið fyrstu tvo leikina. Washington unnu með 122 stigum gegn 103.

Þá mættust Boston Celtics og Milwaukee Bucks, en þeir síðarnefndu báru 116:92-sigur úr býtum. Staðan í einvígi þeirra er því 2-1 fyrir Boston Celtics.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert