Valskonur jöfnuðu metin

Guðbjörg Sverrisdóttir með boltann í dag. Rósa Björk Pétursdóttir verst …
Guðbjörg Sverrisdóttir með boltann í dag. Rósa Björk Pétursdóttir verst henni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur vann 80:76-sigur á Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta í dag. Leikið var í Valshöllinni á Hlíðarenda. 

Leikurinn var mjög jafn framan af, en í 3. leikhluta náði Valur fínu forskoti og var staðan fyrir fjórða lekhlutann 63:49. Haukar voru sterkari í fjórða leikhlutanum, en Valskonur héldu út og jöfnuðu einvígið í 1:1. 

Aalyah Whiteside skoraði 32 stig fyrir Val og Helena Sverrisdóttir skoraði 26 stig fyrir Hauka. Þriðji leikurinn fer fram á Ásvöllum á þriðjudaginn kemur. 

Gangur leiksins: 6:5, 6:13, 14:15, 21:23, 26:28, 29:34, 34:36, 44:41, 46:43, 50:45, 55:45, 63:49, 67:55, 71:62, 76:64, 80:76.

Valur: Aalyah Whiteside 32/4 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 18/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 11, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10/8 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 4/9 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/13 fráköst/12 stoðsendingar, Whitney Michelle Frazier 18/7 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 14, Rósa Björk Pétursdóttir 9, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Fanney Ragnarsdóttir 4.

Fráköst: 15 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Valur 80:76 Haukar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert