Daníel aftur til Grindavíkur

Daníel Guðni Guðmundsson
Daníel Guðni Guðmundsson mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. Daníel hefur verið þjálfari karlaliðs Njarðvíkur undanfarin tvö tímabil, en Einar Árni Jóhannsson tók á dögunum við liðinu af honum.

Á fyrsta ári Daníels með Njarðvík komst liðið ekki í úrslitakeppnina og á því síðara féll það úr leik í átta liða úrslitum á móti KR. Daníel þekkir vel til Grindavíkur eftir að hafa verið leikmaður og þjálfari meistaraflokks kvenna þar á bæ. 

„Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Daníel G. Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Auk þess að aðstoða meistaraflokkana mun hann sinna öðrum störfum fyrir klúbbinn, meðal annars koma að yngri flokka starfinu okkar. Við erum virkilega ánægð með endurkomu Daníels til klúbbsins og bindum miklar vonir við ráðningu Daníels.
Fleiri fréttir er væntanlegar á næstu dögum," segir í tilkynningu sem Grindavík sendi frá sér á Facebook. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert