Flautukarfa frá LeBron – Houston áfram

LeBron James og félagar fagna sigrinum gegn Indiana.
LeBron James og félagar fagna sigrinum gegn Indiana. AFP

Houston Rockets er komið áfram í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir öruggan sigur gegn Minnesota Timberwolves, 122:104, í fimmta leik liðanna nótt.

Houston vann einvígi, 4:1. Clint Capela skoraði 26 stig fyrir Houston og James Harden var með 24. Karl-Anthony Towns var skoraði 23 stig fyrir Minnesota sem er komið í sumarfrí.

Cleveland er komið í 3:2 gegn Indiana eftir sigur í nótt, 98:95, þar sem LeBron James skoraði þriggja stiga flautukörfu og tryggði Cleveland sigurinn. James skoraði 44 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og þá setti hann öll 15 vítaskot sín niður.

Oklahoma City Thunder er enn á lífi eftir sigur gegn Utah Jazz, 107:99, og minnkaði muninn í 3:2. Russell Westbrook skoraði 45 stig fyrir Oklahoma sem um tíma var 25 stigum undir í leiknum. Paul George skoraði 34 stig fyrir Oklahoma.

Úrslitin:

Austurdeild:
Cleveland - Indiana 98:95
(Cleveland er yfir, 3:2)
Toronto - Washington 108:98
(Toronto er yfir, 3:2)

Vesturdeild:
Houston - Minnesota 122:104
(Houston vann einvígið, 4:1)
Oklahoma - Utah 107:99
(Utah er yfir, 3:2)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert