Houston svaraði fyrir sig

James Harden reynir að komast fram hjá Jordan Bell í …
James Harden reynir að komast fram hjá Jordan Bell í leik Golden State og Houston. AFP

Houston Rockets jafnaði metin í einvíginu gegn meisturum Golden State Warriors í 2:2 í úrslitum vesturdeildar í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Houston hrósaði sigri á heimavelli Golden State 95:92 og batt þar með endi á 16 leikja sigurgöngu Golden State á heimavelli í úrslitakeppninni en liðið hafði ekki tapað heimaleik í úrslitakeppninni frá því í úrslitarimmunni um meistaratitilinn árið 2016.

James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston og Chris Paul 27. „Við vitum að það er erfitt að koma til baka með því að lenda 3:1 undir. Við vissum að við þyrftum einn sigur hér og við náðum honum,“ sagði Paul eftir leikinn.

Stephen Curry var stigahæstur í liði Golden State með 28 stig en hann hitti úr 10 af 26 skotum sínum. Kevin Durant skoraði 27 stig og tók 12 fráköst og Draymond Green var með 11 stig, 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

Sjöundi leikur liðanna fer fram á heimavelli Houston aðra nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert