Elvar kominn til Frakklands

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur samið við franska B-deildarfélagið Denain og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. Tímabilið verður það fyrsta sem Elvar leikur sem atvinnumaður í körfubolta, en hann hefur verið í bandaríska háskólaboltanum að undanförnu.

Denain endaði í tíunda sæti í frönsku B-deildinni á síðustu leiktíð, en Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson léku í deildinni áður en þeir færðu sig upp í A-deildina. 

Elvar var með 19,8 stig og 7,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Barry háskólanum á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert