Haukur gæti verið á förum

Haukur Helgi Pálsson í landsleik gegn Finnum.
Haukur Helgi Pálsson í landsleik gegn Finnum. mbl.is/Árni Sæberg

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, lætur í það skína í viðtali að hann gæti verið á förum frá franska liðinu Cholet sem leikur í efstu deild. Haukur skoraði rúmlega níu stig að meðaltali fyrir liðið á síðasta tímabili en segir líklegra en ekki að hann muni róa á önnur mið.

„Ég hef ekki tekið ákvörðun en ef ég ætti að spá einhverju varðandi næsta vetur finnst mér ólíklegt að ég snúi aftur til Cholet. Ég myndi kjósa að spila með liði sem leikur í Evrópukeppni næsta vetur,“ hefur Le Courrier de l´Ouest eftir Hauki, en þar kemur einnig fram að Cholet vonist til þess að halda Hauki hjá félaginu.

Haukur hefur leikið tvö keppnistímabil í Frakklandi, í efstu og næstefstu deild. Haukur er 26 ára gamall og hefur farið nokkuð víða á ferlinum. Lék hann með Maryland-háskólanum í Bandaríkjunum en einnig á Spáni og í Svíþjóð. Næstir á dagskrá hjá Hauki eru tveir landsleikir í undankeppni HM gegn Búlgaríu og Finnlandi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert