Jón Arnór ekki hættur með landsliðinu

Jón Arnór Stefánsson hefur ekki sagt sitt síðasta með íslenska …
Jón Arnór Stefánsson hefur ekki sagt sitt síðasta með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Arnór Stefánsson er ekki hættur að leika með íslenska karlalandsliðinu í körfuknattleik en þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ í samtali við mbl.is í dag. „Jón er meiddur þessa stundina og mun ekki taka þátt í leikjunum gegn Búlgaríu og Finnlandi. Hann mun hins vegar taka þátt í leikjunum í september, ef af þeim verður,“ sagði Hannes í dag.

Ísland mætir Búlgaríu og Finnlandi í undankeppni HM, dagana 29. júní og 2. júlí næstkomandi. Íslenska liðið er í góðir stöðu í riðlin­um og sit­ur í 2.-3. sæti ásamt Finn­um með tvo sigra og tvö töp. Þrjú efstu lið riðils­ins fara áfram í mill­iriðla og sam­ein­ast riðill Íslands E-riðli en þar eru Rúss­land, Frakk­land og Bosn­ía í þrem­ur efstu sæt­un­um. Lið taka stig með sér í mill­iriðla og fara þrjú efstu lið riðils­ins beint á HM.

Jón hafði sjálfur gefið það út að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. Nú er ljóst að landsliðsskórnir fara ekki á hilluna strax en hann framlengdi samning sinn við KR á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert