13 leikmenn í bann fyrir slagsmál

Leikmenn létu hnefana tala.
Leikmenn létu hnefana tala. AFP

Alþjóðakörfuboltasambandið hefur úrskurðað 13 leikmenn sem tóku þátt í leik Filippseyinga og Ástrala í undankeppni HM karla í körfubolta í bann fyrir slagsmál sem áttu sér stað í leiknum.

Tíu Filippseyingar voru samtals úrskurðaðir í 35 leikja bann á meðan þrír Ástralar fara í samanlagt níu leikja bann. Körfuknattleikssambönd þjóðanna fengu svo peningasektir. Það filippseyska fékk 250.000 franka sekt og það ástralska 100.000 franka sekt. 

Filippseyjar leika næsta heimaleik fyrir luktum dyrum og landsliðsþjálfarinn Vincent Reyes fékk eins leiks bann og 10.000 franka sekt. Dómurum leiksins var einnig refsað, en þeir fá ekki að dæma landsleiki næsta árið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert