Breiðablik semur við fyrrverandi WNBA-leikmann

Kelly Faris hefur skrifað undir samning við Breiðablik.
Kelly Faris hefur skrifað undir samning við Breiðablik.

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við bandaríska bakvörðinn Kelly Faris um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili en þetta kemur fram á heimasíðu Breiðabliks.

Faris, sem er 27 ára gömul og er 180 sentimetrar á hæð, lék í fjögur ár í ameríska háskólaboltanum og varð tvisvar sinnum meistari. Kelly var ellefta í nýliðavali WNBLA og lék 24 leiki með Connecticut Suns. Kelly hefur einnig leikið í efstu deildum í Ungverjalandi, Ástralíu og Ísrael. Hún varð einnig heimsmeistari með U18 ára landsliði Bandaríkjanna árið 2018.

Margrét Sturlaugsdóttir segir að Breiðablik bindi miklar vonir við komu Faris:  

„Kelly Faris er reynslumikil og kemur úr topp prógrammi frá meistara Geno Auriemma úr UConn-háskólanum. Búin að spila víða um heim eftir útskrift og daðraði við WNBA nokkur tímabil. Hún er vinnuþjarkur og kemur til með að koma inn með reynslu og vinnusemi til Blikastúlkna. Ég treysti á að hún stjórni hraða bæði á æfingum og í leikjum. Hlutverk Kelly verður fyrst og fremst að leiða ungt lið Blika, enda kemur hún eins og áður sagði með mikla reynslu og vinnusemi. Það er gríðarleg tilhlökkun að fá hana í annars flottan hóp ungra Blikastúlkna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert