Covile til nýliða Breiðabliks

Christian Covile, númer 11, í leik með Snæfelli.
Christian Covile, númer 11, í leik með Snæfelli. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nýliðar Breiðabliks í Dominos-deild karla í körfuknattleik hafa samið við Bandaríkjamanninn Christian Covile um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Karfan.is greinir frá þessu en Covile þekkir vel til körfuboltans hér á landi. Hann lék með Snæfellingum í 1. deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 32 stig að meðtaltali í leik og hann lék með Stykkishólmsliðinu í Dominos-deildinni veturinn 2016-17 þar sem hann skoraði að jafnaði 24 stig í leik.

Covile er ætlað fylla skarð landa síns, Jeremy Smith, en Blikar sögðu upp samningi hans. Smith lék með Kópavogsliðinu í 1. deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 22 stig að meðaltali í leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert