Íslendingar í eldlínunni í Noregi

Davíð Tómas Tómasson dæmir í Evrópubikarnum í dag.
Davíð Tómas Tómasson dæmir í Evrópubikarnum í dag. Ljósmynd/KKÍ

Tveir Íslendingar verða í eldlínunni í Noregi í dag þegar Noregsmeistarar Kongsberg Miners leika gegn úkraínsku meisturunum í Cherkaski Mavpy í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópubikarsins í körfuknattleik.

Rúnar Birgir Gíslason verður eftirlitsmaður á leiknum í Noregi í dag og Davíð Tómas Tómasson mun dæma leikinn en hann er einn af FIBA-dómurum Íslendinga. Meðdómarar Davíðs í kvöld verða þeir Marke Maliszewski frá Póllandi og Chris Dodds frá Englandi.

Rúnar Birgir er á sínu öðru ári sem eftirlitsmaður FIBA en hann var eftirlitsmaður á leik Danmerkur og Svíþjóðar í forkeppni Eurobasket í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert