LeBron í nýrri Space Jam mynd

LeBron James ætlar að reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu …
LeBron James ætlar að reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu á næstunni. AFP

Körfuknattleikskappinn LeBron James mun fara með aðalhlutverkið í körfuknattleiksmyndinni Space Jam 2 en leikmaðurinn greindi sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni í gær. LeBron mun því feta í fótspor Michael Jordan, eins albesta körfuknattleikskappa sögunnar, en hann lék aðalhlutverkið í Space Jam 1 sem kom út árið 1996.

Í myndunum leiða körfuknattleikskapparnir saman hesta sína með teiknimyndapersónum Looney Tunes en frægastur þeirra er eflaust Kalli Kanína. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús sumarið 2021 en í fyrri myndinni, sem kom út árið 2016, komu þeir Charles Barkley, Patrick Ewing, Larry Bird og Tyrone Bogues allir við sögu.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvaða körfuknattleikskappar muni taka þátt í kvikmyndinni með LeBron James en hann spilar í dag með Los Angeles Lakers eftir að hafa skipt yfir til félagsins í sumar frá Cleveland Cavaliers.

View this post on Instagram

👀👀👀 #JustAKidFromAkron 👑 X #ToonSquad 🥕 @springhillent

A post shared by LeBron James (@kingjames) on Sep 19, 2018 at 3:08pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert