Kanada og Belgía í átta liða úrslit

Belgía er komin í átta liða úrslit.
Belgía er komin í átta liða úrslit. Ljósmynd/FIBA

Kanada og Belgía tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í körfubolta. Leikið er á Tenerife á Kanaríeyjum. Belgía vann heimakonur frá Spáni, 72:63, og Kanada hafði betur gegn Frökkum, 71:60. 

Ástralía og Bandaríkin tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum fyrr í dag. Bandaríkin höfðu betur gegn Lettlandi, 102:76, og Ástralía vann sannfærandi sigur á Tyrklandi, 90:64. Enn eru fjögur sæti í átta liða úrslitunum laus og bítast átta þjóðir um þau sæti sem eftir eru. 

Sigurvegari úr leik Spánverja og Senegala mætir Kanada og Kína og Japan bítast um hvor þjóðin mætir Ástralíu. Frakkland og Tyrkland mætast og er leikur gegn Belgíu undir. Loks mætast Nígería og Grikkland og sigurvegarinn mætir Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert