Snæfell vann toppslaginn í Garðabæ

Berglind Gunnarsdóttir skoraði 13 stig hjá Snæfelli.
Berglind Gunnarsdóttir skoraði 13 stig hjá Snæfelli. mbl.is/Hari

Snæfell er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir góðan 62:53-sigur á Stjörnunni á útivelli í kvöld. Fyrir leikinn voru bæði lið með tvo sigra eftir tvær umferðir. 

Angelika Kowalska var stigahæst með 15 stig í jöfnu liði Snæfells og á eftir henni kom Kristen McCarthy með 14 stig. Danielle Rodriguez spilaði best í liði Stjörnunnar en 20 stig og 13 fráköst hennar dugðu skammt. 

Nýliðar KR komu á óvart og unnu 64:52-sigur á Val, sem lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Orla O'Reilly gerði 26 stig og tók níu fráköst fyrir KR á meðan Brooke Johnson skoraði 15 stig fyrir Val. KR er með tvo sigra og eitt tap, en Valur með tvö töp og aðeins einn sigur eftir fyrstu þrjár umferðirnar. 

Bikarmeistarar Keflavíkur unnu loks sinn fyrsta sigur er Skallagrímur kom í heimsókn. Lokatölur urðu 75:65, Keflavík í vil. Brittanny Dinkins skoraði 25 stig fyrir Keflavík og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 15. Bryesha Blair skoraði 21 stig fyrir Skallagrím, en bæði lið eru nú með tvö stig. 

Loks unnu Haukar sinn annan sigur á leiktíðinni er þeir fóru í heimsókn til Breiðabliks og unnu 70:60-sigur í Kópavogi. Le Le Hardy var sterk í liði Hauka og skoraði 27 stig á meðan Ragnheiður Björk Einarsdóttir skoraði 20 stig. Haukar eru með fjögur stig en Breiðablik er án stiga. 

Breiðablik - Haukar 60:70

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 17. október 2018.

Gangur leiksins:: 4:9, 8:17, 10:21, 10:27, 17:36, 20:36, 24:44, 32:49, 36:54, 36:54, 38:55, 42:59, 51:62, 56:64, 58:66, 60:70.

Breiðablik: Ragnheiður Björk Einarsdóttir 20, Kelly Faris 15/9 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Björk Gunnarsdótir 14, Sóllilja Bjarnadóttir 5/5 fráköst, Anita Rún Árnadóttir 2/4 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/4 fráköst/3 varin skot.

Fráköst: 21 í vörn, 5 í sókn.

Haukar: LeLe Hardy 27/11 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 15/10 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6, Karen Lilja Owolabi 4, Magdalena Gísladóttir 3, Rósa Björk Pétursdóttir 3, Anna Lóa Óskarsdóttir 2, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Aron Rúnarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 120

Keflavík - Skallagrímur 75:65

Blue-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 17. október 2018.

Gangur leiksins:: 13:4, 19:9, 22:16, 24:18, 28:23, 30:26, 30:28, 35:30, 39:30, 44:36, 51:42, 57:48, 61:50, 66:52, 68:58, 75:65.

Keflavík: Brittanny Dinkins 25/11 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 15/5 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 8/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Irena Sól Jónsdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Skallagrímur: Bryesha Blair 21/5 fráköst, Shequila Joseph 20/11 fráköst, Maja Michalska 15/8 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ines Kerin 2/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jóhann Guðmundsson, Gunnlaugur Briem.

Stjarnan - Snæfell 53:62

Mathús Garðabæjar höllin, Úrvalsdeild kvenna, 17. október 2018.

Gangur leiksins:: 7:2, 11:4, 14:6, 20:11, 22:11, 27:18, 29:21, 29:25, 31:27, 33:32, 36:34, 40:41, 42:44, 49:48, 53:50, 53:62.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/13 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/7 fráköst/4 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 7/6 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 6/7 fráköst, Maria Florencia Palacios 5, Ragnheiður Benónísdóttir 4/11 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 3.

Fráköst: 32 í vörn, 17 í sókn.

Snæfell: Angelika Kowalska 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristen Denise McCarthy 14/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 13/6 fráköst, Katarina Matijevic 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/11 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3.

Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Georgia Olga Kristiansen, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 90

Valur - KR 52:64

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild kvenna, 17. október 2018.

Gangur leiksins:: 2:2, 6:4, 8:6, 10:8, 17:11, 21:15, 25:19, 31:24, 33:26, 37:28, 42:31, 44:38, 47:46, 50:53, 50:61, 52:64.

Valur: Brooke Johnson 15/9 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/11 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Simona Podesvova 4/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3.

Fráköst: 33 í vörn, 11 í sókn.

KR: Orla O'Reilly 26/9 fráköst, Kiana Johnson 20/16 fráköst/6 stoðsendingar, Unnur Tara Jónsdóttir 11/6 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 3, Vilma Kesanen 3, Eygló Kristín Óskarsdóttir 1.

Fráköst: 31 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 80

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert