Þetta var mjög erfitt tap

Baldur Þór Ragnarsson ræðir við sína menn í kvöld.
Baldur Þór Ragnarsson ræðir við sína menn í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta var mjög erfitt tap. Við lögðum allt í þetta en þeir settu tvö stór skot í lokin, sem er munurinn. Stundum er þetta svona,“ sagði Bald­ur Þór Ragn­ars­son, þjálfari Þórs Þ., eftir afar svekkjandi 86:85-tap fyrir KR á útivelli í 3. umferð Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. 

„Við spiluðum fínt í þessum leik og hefðum átt að klára hann. Við verðum að halda áfram, taka lærdóm af þessu og vinna næst.“

Þór Þ. var í fínni stöðu þegar lítið var eftir en tvær þriggja stiga körfur frá Dino Stipcic og Sigurði Þorvaldssyni komu KR-ingum yfir á lokakaflanum. Baldur segir ekkert stress hafa tekið yfir hjá sínum mönnum á þeim tímapunkti. 

„Það var ekkert stress í okkar mönnum. Við spiluðum alveg til enda en svona er þessi íþrótt. Það er eitt stórt skot hér og þar sem ræður úrslitum. Í þetta skiptið settu þeir það og ekki við,“ sagði Baldur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert