Tindastóll og Njarðvík á toppnum

Urald King.
Urald King. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll og Njarðvík eru áfram ósigruð á toppi Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigra á heimavöllum gegn Haukum og Val í kvöld. Keflvíkingar burstuðu Grindvíkinga á útivelli í Suðurnesjaslag.

Tindastóll og Njarðvík eru bæði með 6 stig eftir þrjá leiki en Stjarnan, þriðja ósigraða lið deildarinnar, tekur á móti Skallagrími annað kvöld. Keflvíkingar eru með 4 stig eftir þrjá leiki. Grindavík og Haukar eru bæði með 2 stig en Valsmenn eru enn án sigurs að þremur leikjum loknum.

Haukar byrjuðu vel á Sauðárkróki og voru með forystu eftir jafnan fyrri hálfleik, 33:30. Tindastóll hóf seinni hálfleikinn af krafti og komst fljótlega í 45:38. Eftir það dró heldur betur í sundur með liðunum. Sauðkrækingar hreinlega stungu Hafnfirðinga af í þriðja leikhluta þegar þeir skoruðu 30 stig gegn aðeins 8. Staðan var orðin 60:41 að honum loknum og Tindastóll sigldi heim öruggum sigri í fjórða leikhluta, lokatölur 79:61.

Urald King skoraði 23 stig fyrir Tindastól og tók 14 fráköst, Brynjar Þór Björnsson skoraði 16 og Dino Butorac 13. Hjá Haukum var Marques Oliver með 16 stig og 16 fráköst og Kristinn Marinósson skoraði 11.

Valur hélt spennu fram á lokasekúndur

Njarðvíkingar, með tvo sigra úr tveimur fyrstu leikjunum, tóku á móti Val sem hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Valsmenn voru með undirtökin í fyrri hálfleik og með forystu að honum loknum, 44:37.

Njarðvíkingar voru fljótir að snúa því við í byrjun síðari hálfleiks og eftir þriðja leikhluta var staðan 66:57 þeim í hag. Valsmenn gáfu sig ekki, héldu sig fimm til tíu stigum á eftir og minnkuðu síðan muninn í 83:80 þegar ein mínúta var eftir. Njarðvíkingar héldu út og Jeb Ivey skoraði úr tveimur vítaskotum, 85:80, fimm sekúndum fyrir leikslok.

Mario Matasovic skoraði 16 stig fyrir Njarðvík, Jeb Ivey 15 og Maciej Baginski 14. Hjá Val var Aleks Simeonov með 21 stig, Miles Wright 18 og Ragnar Nathanaelsson var með 12 stig og 13 fráköst.

Yfirburðir hjá Keflvíkingum

Keflvíkingar sóttu Grindvíkinga heim og léku þá grátt frá fyrstu mínútu. Staðan var 29:15 eftir fyrsta leikhluta og 51:26 fyrir Keflavík í hálfleik þannig að þá voru úrslitin nánast ráðin. Munurinn fór yfir þrjátíu stigin í þriðja leikhluta og í lok hans stóð 78:46 á töflunni. Fljótlega í þeim fjórða náði Keflavík 40 stiga forystu, 88:48, og lokatölur urðu 97:62.

Michael Craion skoraði 22 stig fyrir Keflavík, Gunnar Ólafsson 17 og Hörður Axel Vilhjálmsson 16. Hjá Grindavík var Ólafur Ólafsson með 18 stig, Jordy Kuiper 14 og Sigtryggur Arnar Björnsson 13.

Þriðju umferðinni lýkur annað kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Skallagrími og ÍR fær Breiðablik í heimsókn.

Njarðvík - Valur 85:80

Ljónagryfjan, Úrvalsdeild karla, 18. október 2018.

Gangur leiksins:: 4:9, 12:11, 16:16, 19:22, 26:26, 28:30, 28:40, 35:44, 44:44, 54:46, 58:49, 66:57, 75:64, 81:70, 81:75, 85:80.

Njarðvík: Mario Matasovic 16/10 fráköst, Jeb Ivey 15/4 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 14, Ólafur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Kristinn Pálsson 10, Logi Gunnarsson 8/4 fráköst, Julian Rajic 4/7 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 3/9 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Aleks Simeonov 21/10 fráköst, Miles Wright 18/9 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 12/13 fráköst, Illugi Steingrímsson 12/5 fráköst, Benedikt Blöndal 10, Austin Magnus Bracey 3, Ástþór Atli Svalason 2, Oddur Birnir Pétursson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Aron Runarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 750 

Grindavík - Keflavík 62:97

Röstin, Úrvalsdeild karla, 18. október 2018.

Gangur leiksins:: 3:6, 8:10, 10:22, 13:29, 15:31, 21:40, 23:42, 26:51, 29:55, 36:64, 40:75, 46:78, 46:83, 53:90, 55:94, 62:97.

Grindavík: Ólafur Ólafsson 18/6 fráköst, Jordy Kuiper 14/8 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 13, Lewis Clinch Jr. 8, Kristófer Breki Gylfason 5, Nökkvi Harðarson 2, Nökkvi Már Nökkvason 2.

Fráköst: 16 í vörn, 9 í sókn.

Keflavík: Michael Craion 22/4 fráköst/6 stolnir, Gunnar Ólafsson 17/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/5 fráköst/9 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 9/4 fráköst, Javier Seco 9/7 fráköst, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 7, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 5, Magnús Már Traustason 4/6 fráköst, Reggie Dupree 2.

Fráköst: 34 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Johann Gudmundsson.

Áhorfendur: 200

Tindastóll - Haukar 79:61

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 18. október 2018.

Gangur leiksins:: 2:2, 4:6, 11:10, 17:14, 22:17, 22:24, 30:30, 30:33, 40:36, 45:39, 54:40, 58:41, 63:45, 66:52, 74:56, 79:61.

Tindastóll: Urald King 23/14 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16, Dino Butorac 13/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9, Hannes Ingi Másson 4/4 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 3, Danero Thomas 2/4 fráköst, Ragnar Ágústsson 2, Finnbogi Bjarnason 2, Viðar Ágústsson 2/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 2, Helgi Rafn Viggósson 1/6 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 13 í sókn.

Haukar: Marques Oliver 16/16 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 11, Haukur Óskarsson 10, Hilmar Smári Henningsson 6/4 fráköst, Matic Macek 6/6 stoðsendingar, Adam Smari Olafsson 5, Kristján Leifur Sverrisson 3/10 fráköst, Hamid Dicko 2, Arnór Bjarki Ívarsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson.

Áhorfendur: 350

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert