Tap hjá LeBron í fyrsta leik með Lakers

LeBron James sækir að körfu Portland.
LeBron James sækir að körfu Portland. AFP

LeBron James lék sinn fyrsta leik með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

LeBron James, sem fjórum sinnum hefur verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og í þrígang besti leikmaður úrslitakeppninnar og gekk í raðir Lakers frá Cleveland í sumar, skoraði 26 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á þeim 37 mínútum sem hann spilaði.

LeBron og félagar urðu hins vegar að láta í minni pokann fyrir Portland Trail Blazers á útivelli 128:119. Josh Hard skoraði 20 stig og Brandon Ingram 16 fyrir Lakers. Hjá Portland var Damian Lillard atkvæðamestur með 28 stig og Nik Staukas skoraði 24.

Miami Heat hafði betur gegn Washington Wizards á útivelli 113:12. Josh Richardson skoraði 28 stig fyrir Miami og Rodney McGruder 20. John Wall var stigahæstur í liði Washington með 26 stig.

Úrslitin í nótt:

Portland - LA Lakers 128:119
Washington - Miami 112:113
Philadelphia - Chicago 127:108

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert