Nýliðarnir unnu Íslandsmeistaraefnin

Orla O'Reilly úr KR með boltann í kvöld. Angelika Kowalska …
Orla O'Reilly úr KR með boltann í kvöld. Angelika Kowalska hjá Snæfelli eltir hana. mbl.is/Hari

KR gerði sér lítið fyrir í kvöld og varð fyrsta liðið í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik til þess að vinna Íslandsmeistaraefnin í Snæfelli á heimavelli sínum í DHL-höllinni í 4. umferð deildarinnar en leiknum lauk með þriggja stiga sigri KR, 72:69.

KR byrjaði leikinn miklu betur og voru Vesturbæingar með 13 stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta. Snæfell lagaði stöðuna í öðrum leikhluta og var staðan 37:30 í hálfleik. Áhlaup Snæfells hélt áfram í þriðja leikhluta og skildi eitt stig liðin að þegar fjórði leikhluti hófst. 

Liðin skiptust á að vera með forystuna í fjórða leikhluta en að lokum voru það skotin hjá KR sem duttu niður, á meðan Snæfellsstúlkum gekk illa að hitta og þriggja stiga sigur KR staðreynd. Kiana Jones var stigahæst í liði KR með 15 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar en hjá Snæfelli var Kristen McCarthy atkvæðamest með 23 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar.

KR er komið í efsta sæti deildarinnar í 6 stig, líkt og Snæfell, en bæði lið hafa unnið þrjá leiki í deildinni í vetur og tapað einum.

KR - Snæfell 72:69

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 21. október 2018.

Gangur leiksins:: 9:2, 15:7, 22:9, 22:9, 22:13, 29:20, 31:21, 37:30, 45:34, 45:40, 48:44, 55:54, 55:57, 62:57, 64:63, 72:69.

KR: Kiana Johnson 15/9 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Orla O'Reilly 14/12 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Unnur Tara Jónsdóttir 12, Perla Jóhannsdóttir 10, Vilma Kesanen 9, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 6, Ástrós Lena Ægisdóttir 6.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 23/10 fráköst/6 stoðsendingar, Katarina Matijevic 19/11 fráköst, Angelika Kowalska 10/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Gunnar Þór Andrésson.

Áhorfendur: 75

KR 72:69 Snæfell opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert