Doncic skoraði 19 stig fyrir Dallas

Luka Doncic í leiknum í nótt en til varnar er …
Luka Doncic í leiknum í nótt en til varnar er Justin Holiday. AFP

Slóveninn ungi Luka Doncic er byrjaður að láta að sér kveða í NBA-deildinni í körfuknattleik en hann skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar í sigri Dallas á Chicago í nótt 115:109 í Texas. 

Doncic var valinn í nýliðavalinu í sumar eftir að hafa orðið Evrópumeistari á síðasta tímabili með bæði Slóveníu og Real Madrid en Doncic mætti Íslandi á EM í Helsinki. Önnur framtíðarstjarna sem var í sama riðli í Helsinki, Lauri Markkanen, gat ekki leikið með Chicago vegna meiðsla. 

Gríska undrinu, Giannis Antetokounmp, halda engin bönd og skoraði hann 31 stig og tók 15 fráköst þegar Milwaukee sigraði New York 124:113. 

Toronto hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína á tímabilinu og burstaði Charlotte 127:106. Kawhi Leonard sem kom frá San Antonio í súmar var með 22 stig fyrir Toronto. 

Úrslit: 

Boston Celtics - Orlando Magic 90:93
Toronto Raptors - Charlotee Hornets 127:106
Milwaukee Bucks - New York Knicks 124:113
Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 101:91
Dallas Mavericks - Chicago Bulls 115:109
Memphis Grizzlies - Utah Jazz 92:84
Portland Trail Blazers - Washington Wizards 124:125
Golden State Warriors - Phoenix Sunds 123:103
LA Lakers - San Antonio Spurs 142:143 (framlenging)

Kawhi Leonard.
Kawhi Leonard. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert