Haukur spilaði vel í Meistaradeildinni

Haukur Helgi Pálsson var í sigurliði í Meistaradeildinni í kvöld.
Haukur Helgi Pálsson var í sigurliði í Meistaradeildinni í kvöld. FIBA

Körfuknattleikskappinn Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Nanterre þegar liðið vann 99:87-útisigur gegn Venezia í Meistaradeildinni í kvöld. Haukur skoraði 12 stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu á þeim 36 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

Nanterre fór mjög vel af stað í leiknum og var staðan 31:19, Nanterre í vil, eftir fyrsta leikhluta. Venezia vann annan leikhluta með 14 stigum og leiddi því í hálfleik, 47:45. Venezia vann þriðja leikhluta með einu stigi en frábær fjórði leikhluti Nanterre sá til þess að sigurinn datt með franska liðinu.

Nanterre er í fjórða sæti B-riðils með 9 stig eftir fyrstu sex leiki sína en Venezia er með 10 stig í efsta sæti riðilsins, líkt og Tenerife og Holon en Tenerife á leik til góða á Venezia, Holon og Nanterre.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert