Martin skoraði 45 stig í sigri

Hákon Örn Hjálmarsson sækir að körfu Valsmanna í kvöld.
Hákon Örn Hjálmarsson sækir að körfu Valsmanna í kvöld. mbl.is/Hari

ÍR vann sannfærandi 118:100-sigur á Val í fyrsta leik 8. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Stærsta ástæða þess að ÍR vann leikinn var Bandaríkjamaðurinn Justin Martin, en hann skoraði 45 stig. 

Valsmenn voru sterkari framan af og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 34:27. Kendall Anthony reyndist ÍR-ingum erfiður og Ragnar Nathanaelsson var sterkur. ÍR var sterkari aðilinn í öðrum leikhluta og Justin Martin fór að hitta vel. Staðan í hálfleik var 59:58, Val í vil. 

ÍR-ingar reyndust hins vegar sterkari í seinni hálfleik og sérstaklega Martin, sem skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum. Valsmenn hittu svo illa í fjórða leikhluta og að lokum var sigur ÍR-inga sannfærandi. 

ÍR fór upp í átta stig og að hlið KR og Stjörnunnar í 4.-6. sæti með sigrinum. Valsmenn eru enn í botnsætinu með aðeins tvö stig, eins og Breiðablik og Þór Þ. 

ÍR - Valur 118:100

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 14. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 2:9, 9:14, 19:21, 27:34, 35:40, 45:42, 54:48, 58:59, 61:65, 65:71, 75:73, 86:82, 97:82, 103:86, 110:93, 118:100.

ÍR: Justin Martin 45/10 fráköst, Gerald Robinson 29/12 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 12/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6, Sæþór Elmar Kristjánsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 18 í sókn.

Valur: Kendall Lamont Anthony 28/11 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 25, Aleks Simeonov 17/5 fráköst, William Saunders 10, Ragnar Agust Nathanaelsson 9/5 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 6, Benedikt Blöndal 3, Illugi Steingrímsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 15 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Garðarsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 150

ÍR 118:100 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert