Aftur tapaði Toronto

Blake Griffin #23 skoraði 30 stig fyrir Detroit Pistons.
Blake Griffin #23 skoraði 30 stig fyrir Detroit Pistons. AFP

Toronto Raptors tapaði öðrum leik sínum í vikunni í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar liðið heimsótti Detroit Pistons. Toronto hefur unnið tólf leiki en tapað þremur í upphafi tímabilsins, rétt eins og meistararnir í Golden State Warriors. 

Detroit sigraði 106:104 og skoraði Blake Griffin 30 stig og tók 12 fráköst. Hjá Toronto var Kawhi Leonard stigahæstur með 26 stig en hann kom frá San Antonio í sumar. 

Dallas Mavericks fór gersamlega á kostum gegn Utah Jazz í Texas. Dallas róburstaði Utah 118:68 og sigraði því með fjörtíu stiga mun. Ofan á það skoraði Utah ekki nema 22 stig í síðari hálfleik. Harrison Barnes skoraði 19 stig fyrir Dallas en hjá Utah tókst Spánverjanum Ricky Rubio að vera stigahæstur með 11 stig. 

Úrslit:

Orlando - Philadelphia 111:106

Washington - Cleveland 119:95

Boston - Chicago 111:82 

Brooklyn - Miami 107:120

Toronto - Detroit 104:106

Milwaukee - Memphis 113:116

Minnesota - New Orleans 107:100

Oklahoma - New York 128:103

Dallas - Utah 118:68

Phoenix - San Antonio 116:98

LA Lakers - Portland 126:117

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert