Grannaslagur í Grindavík

Hlynur Bæringsson glímir við Skagfirðinga.
Hlynur Bæringsson glímir við Skagfirðinga. mbl.is/Hari

Nágrannaliðin Grindavík og Njarðvík takast á í Grindavík í Dominos-deild karla í kvöld en einnig er hörkuleikur á dagskrá í Garðabænum. 

Leikurinn í Grindavík hefst klukkan 18:30 og verður væntanlega fyrsti leikur Elvars Más Friðrikssonar með Njarðvík í nokkurn tíma. Njarðvík hefur unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum og er með 10 stig í 3. sæti en Grindavík er með 4 stig í 10. sæti. 

Bikarmeistararnir í TIndastóli heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn klukkan 20:15. Tindastóll er í 2. sæti með 10 stig en Stjarnan í 5. sæti með 8 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert