Ein breyting á landsliðshópnum

Helena sækir að körfu Slóvaka um síðustu helgi en hún …
Helena sækir að körfu Slóvaka um síðustu helgi en hún leikur í kvöld sinn 70. landsleik. mbl.is//Hari

Kvennalandsliðið í körfuknattleik leikur í kvöld sinn síðasta leik í undankeppni Evrópumótsins þegar það mætir Bosníu í Laugardalshöllinni.

Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum en Bosnía er í um 1.-2. sæti riðilsins ásamt Slóvakíu og Svartfjallalandi sem mætast einnig í kvöld.

Ívar Ásgrímsson þjálfari landsliðsins hefur gert eina breytingu á leikmannahópnum frá tapleiknum gegn Slóvökum um síðustu helgi. Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki kemur inn í hópinn í stað Birnu Benónýsdóttur úr Keflavík.

Helena Sverrisdóttir leikur í kvöld sinn 70. landsleik en tveir leikmenn hafa spilað fleiri landsleiki. Hildur Sigurðardóttir, aðstoðarþjálfari landsliðsins, spilaði 79 leiki og Birna Valgarðdóttir 76.

Flautað verður til leiks í Laugardalshöllinni klukkan 19.45.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert