Jordan mættur í hjálparstarfið

Michael Jordan.
Michael Jordan. AFP

Michael Jordan er nú staddur í Norður-Karólínu þar sem fellibylurinn Florence reið yfir í september. Jordan er frá Norður-Karólínu og heimsótti til að mynda heimabæ sinn sem heitir Wilmington þar sem sjónvarpsvélarnar komu auga á kappann. 

Jordan tók þátt í að útdeila matarbirgðum og skógjöfum fyrir þau sem urðu fyrir tjóni í hamförunum eins og smá má í meðfylgjandi myndskeiði. 

Jordan mætti í ljósblárri treyju sem er líklega engin tilviljun en skólalið North Carolina University leikur í ljósbláum búningum og þar sló Jordan í gegn snemma á níunda áratugnum.  

Michael Jordan er 55 ára gamall en er enn geysilega þekktur enda einn frægasti íþróttamaður sem fram hefur komið í Bandaríkjunum. Samningur hans við Nike markaði þáttaskil í rekstri íþróttavörurisans á sínum tíma. Jordan varð sex sinnum NBA-meistari og tvöfaldur ólympíumeistari í körfuknattleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert