Fimmti sigur Njarðvíkur í röð

Elvar Már Friðriksson var sterkur hjá Njarðvík í kvöld.
Elvar Már Friðriksson var sterkur hjá Njarðvík í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Gott gengi Njarðvíkinga í Dominos-deild karla í körfubolta hélt áfram í kvöld er liðið vann fimmta leikinn sinn í röð. Njarðvík fór í heimsókn til ÍR í Breiðholtið og hafði betur, 94:88. 

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og munaði aðeins þremur stigum á liðunum þegar rúmlega tvær mínútu voru eftir, 89:86. Njarðvíkingar voru sterkari í blálokin og sigldu sigri í höfn.

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var stigahæstur hjá Njarðvík með 20 stig og Jeb Ivey bætti við 17 stigum. Justin Martin var stigahæstur hjá ÍR með 26 stig og Gerald Robinson skoraði 20 stig.  

Eins og áður segir er Njarðvík búin að vinna fimm leiki í röð og átta af síðustu níu leikjum sínum. Njarðvík er í toppsætinu með 16 stig, eins og Tindastóll. ÍR er í sjöunda sæti með átta stig. 

ÍR - Njarðvík 88:94

Hertz-hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 09. desember 2018.

Gangur leiksins:: 4:6, 10:14, 13:21, 21:25, 27:29, 28:35, 36:40, 47:46, 50:53, 57:56, 66:64, 68:68, 69:76, 76:84, 86:89, 88:94.

ÍR: Justin Martin 26/11 fráköst, Gerald Robinson 20/12 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 18/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 5, Sæþór Elmar Kristjánsson 3.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jeb Ivey 17/7 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 15/7 fráköst, Logi Gunnarsson 12, Julian Rajic 10/5 fráköst, Mario Matasovic 9, Maciek Stanislav Baginski 8, Ólafur Helgi Jónsson 3.

Fráköst: 20 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Einar Þór Skarphéðinsson.

Áhorfendur: 164

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert