Stjarnan aftur á sigurbraut

Paul Jones og Julian Boyd eigast við í kvöld.
Paul Jones og Julian Boyd eigast við í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan batt enda á taphrinu sína með 95:84 sigri á Íslandsmeisturum KR er Dominos-deildin hóf göngu sína á nýjan leik í kvöld. Stjörnumenn höfðu tapað þremur leikjum í röð fyrir einvígi kvöldsins en verðskulduðu góðan sigur gegn KR í Garðabænum í kvöld.

Það voru að vísu KR-ingar sem fóru ögn beittari af stað með Jón Arnór Stefánsson í fararbroddi og var staðan 30:24, gestunum í vil, eftir fyrsta leikhlutann. Staðan var þó fljót að breytast í öðrum leikhluta þar sem heimamenn léku á als oddi og skoruðu 31 stig á móti 10 stigum KR-inga en Hlynur Elías Bæringsson var drjúgur í liði heimamanna í kvöld, skoraði 20 stig og átti 14 fráköst. Þá voru þeir Paul Anthony Jones og Antti Kanervo báðir með 21 stig fyrir Stjörnuna. Markahæstur í liði KR var Julian Boyd með 20 stig.

Það dró að vísu til tíðinda snemma leiks þegar Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fór askvaðandi inn á völlinn til að mótmæla því að leikmaður hans fékk ekki villu þegar Jón Arnór virtist brjóta á honum. Dómararnir tóku sér drykklanga stund til að ræða saman og gáfu Arnari að lokum aðeins óíþróttamannslega villu og var hann mögulega heppinn við að sleppa við brottrekstur úr húsi. Þrátt fyrir það létu Stjörnumenn mótlætið ekki á sig fá á meðan KR-ingar voru heldur ragir á köflum og gáfu allt of margar ódýrar villur. Heimamenn þökkuðu fyrir sig og gengu á lagið

Meisturunum tókst að ná sér aftur á strik í síðari hálfleik en skaðinn var einfaldlega löngu skeður er Stjarnan batt enda á þriggja leikja taphrinu sína með fínum sigri í Garðabænum.

Stjarnan - KR 95:84

Mathús Garðabæjar höllin, Úrvalsdeild karla, 9. desember 2018.

Gangur leiksins:: 7:8, 13:17, 18:25, 24:30, 34:34, 41:36, 46:40, 55:40, 62:47, 68:51, 70:56, 74:60, 78:65, 83:70, 92:75, 95:84.

Stjarnan: Antti Kanervo 21, Paul Anthony Jones III 21/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 20/14 fráköst/7 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 9/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Tómas Þórður Hilmarsson 8, Ægir Þór Steinarsson 5/11 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 6 í sókn.

KR: Julian Boyd 20/8 fráköst, Dino Stipcic 14/5 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 13/6 stoðsendingar, Kristófer Acox 11/12 fráköst, Björn Kristjánsson 10, Finnur Atli Magnússon 7, Emil Barja 6, Sigurður Á. Þorvaldsson 3.

Fráköst: 20 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 479

Stjarnan 95:84 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert