Burton einnig með sextán þrista

Brynjar Þór Björnsson og Sean Burton í leik í DHL-höllinni …
Brynjar Þór Björnsson og Sean Burton í leik í DHL-höllinni í úrslitakeppni Íslandsmótsins 2010. mbl.is/hag

Sean Burton, sem lék með Snæfelli 2009-2010 þegar liðið varð Íslands- og bikarmeistari, náði einnig að hitta úr sextán þriggja stiga skotum í einum og sama leiknum hérlendis líkt og Brynjar Þór Björnsson gerði fyrir Tindastól í gær.  

Brynjar setti met í Smáranum í gær og en leikur Breiðabliks og Tindastóls var liður í Íslandsmótinu, Dominos-deildinni. Burton gerði það hins vegar í bikarkeppninni 2009-2010, Subway-bikarnum. 

Snæfell mætti þá Hamri sem var einnig í úrvalsdeildinni þennan veturinn. Burton setti niður sextán þriggja stiga skot í tuttugu tilraunum og skoraði alls 55 stig í 130:75 sigri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert