Grindavík og Valur unnu mikilvæga sigra

Ólafur Ólafsson fór fyrir Grindvíkingum í kvöld.
Ólafur Ólafsson fór fyrir Grindvíkingum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur og Grindavík náðu í mikilvæga sigra í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavíkingar unnu Hauka suður með sjó, 111:102, á meðan Valsmenn höfðu betur gegn Skallagrími í Borgarnesi 105:96.

Grindvíkingar voru tveimur stigum á eftir Haukum fyrir leikinn í Grindavík í kvöld en eins og lokatölurnar gefa til kynna var mikið skorað. Staðan í hálfleik var svo til hnífjöfn, 50:49 fyrir Hauka, en Grindvíkingar unnu þriðja leikhluta með tíu stigum og skipti það sköpum þar sem fjórði leikhluti var einnig hnífjafn. Grindvíkingar fögnuðu því níu stiga sigri, 111:102.

Ólafur Ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga með 25 stig en Hilmar Árni Henningsson skoraði 28 stig fyrir Hauka. Grindavík er nú með átta stig líkt og ÍR og Haukar í 6.-8. sæti deildarinnar en Haukar misstu af tækifæri að stíga skref í átt að toppbaráttunni.

Það var spennandi viðureign í Borgarnesi þegar Valsmenn heimsóttu Skallagrím en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Valur var tveimur stigum yfir í hálfleik, 50:48, og hélt forskoti sínu eftir hlé. Borgnesingar voru hins vegar aldrei langt undan en Valsmenn héldu sér á tánum og unnu að lokum níu stiga sigur 105:96.

Kendall Anthony fór algjörlega á kostum hjá Valsmönnum en hann skoraði 48 stig. Hjá Skallagrími skilaði Aundre Jackson 28 stigum. Valur er eftir leikinn með sex stig eins og Þór Þorlákshöfn í 9.-10. sæti deildarinnar en Skallagrímur er með fjögur stig þar fyrir neðan.

Kendall Anthony fór á kostum með Val í kvöld.
Kendall Anthony fór á kostum með Val í kvöld. mbl.is/Hari

Skallagrímur - Valur 96:105

Borgarnes, Úrvalsdeild karla, 10. desember 2018.

Gangur leiksins:: 7:5, 11:9, 17:14, 21:22, 25:35, 33:40, 37:40, 48:50, 54:54, 60:63, 67:71, 71:76, 77:86, 84:95, 89:100, 96:105.

Skallagrímur: Aundre Jackson 28/10 fráköst, Domogoj Samac 24/5 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 17/7 fráköst, Matej Buovac 9/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4, Kristófer Gíslason 4/5 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 3/7 stoðsendingar.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Valur: Kendall Lamont Anthony 48/5 fráköst/7 stoðsendingar, Aleks Simeonov 13/12 fráköst, Benedikt Blöndal 11, Austin Magnus Bracey 11, William Saunders 8, Ragnar Agust Nathanaelsson 7/8 fráköst, Illugi Auðunsson 3, Illugi Steingrímsson 2/5 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2.

Fráköst: 36 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 250

Grindavík - Haukar 111:102

Mustad-höllin, Úrvalsdeild karla, 10. desember 2018.

Gangur leiksins:: 8:5, 17:17, 26:25, 31:33, 39:38, 40:40, 42:43, 49:50, 57:56, 59:60, 69:62, 75:66, 84:70, 90:77, 97:84, 111:102.

Grindavík: Ólafur Ólafsson 25/4 fráköst, Tiegbe Bamba 22/12 fráköst, Jordy Kuiper 21/6 fráköst/9 stoðsendingar, Lewis Clinch Jr. 16/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 10/7 fráköst/6 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 7, Hlynur Hreinsson 6, Kristófer Breki Gylfason 4.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Haukar: Hilmar Smári Henningsson 28/9 fráköst/6 stolnir, Haukur Óskarsson 25/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 23/7 fráköst, Kristinn Marinósson 10/4 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 6, Matic Macek 5, Daði Lár Jónsson 3/8 stoðsendingar, Hamid Dicko 2.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Aron Rúnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert