Milwaukee lagði Toronto að velli

Giannis Antetokounmpo er í aðalhlutverki hjá Milwaukee Bucks
Giannis Antetokounmpo er í aðalhlutverki hjá Milwaukee Bucks AFP

Útlit er fyrir góðan vetur hjá Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik en liðið lagði í nótt sterkt lið Toronto Raptors að velli 104:99 í Kanada. 

Grikkinn Giannis Antetokounmpo var áberandi eins og oft áður en hann skoraði 19 stig og tók 19 fráköst fyrir Milwaukee. Spánverjinn Serge Ibaka var stigahæstur hjá Toronto með 22 stig. Milwaukee hefur unnið 17 leiki en tapað 8 til þessa. Toronto hefur gefið örlítið eftir að undanförnu eftir frábæra byrjun en liðið hefur unnið 18 leiki og tapað 7. 

Jrue Holiday átti stórleik og skoraði 37 stig fyrir New Orleans Pelicans í sigri á Detroit Pistons 116:108. Blake Griffin skoraði 35 stig fyrir Detroit. 

Úrslit: 

Toronto - Milwaukee 99:104

Detroit - New Orleans 108:116

San Antonio - Utah 110:97

New York - Charlotte 107:119

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert