Tíundi heimasigur Dallas í röð

LeBron James og Dwyane Wade að leiknum loknum í nótt.
LeBron James og Dwyane Wade að leiknum loknum í nótt. AFP

Dallas Mavericks vann í nótt tíunda heimaleikinn í röð þegar liðið fékk Orlando Magic í heimsókn í NBA-körfuboltanum. Dallas vann öruggan sigur 101:76. 

Dallas hefur unnið 14 leiki á tímabilinu en tapað 11. Liðið er hins vegar mjög sterkt á heimavelli sínum í Texas. Harrison Barnes var stigahæstur með 19 stig og Luka Doncic gaf 9 stoðsendingar á samherja sína. Hjá Orlando var Jonathan Simmons stigahæstur með 18 stig. 

LeBron James og Dwyane Wade mættust væntanlega í síðasta sinn í NBA-deildinni þegar LA Lakers sigraði Miami Heat 108:105 í Kaliforníu. Wade er að spila sitt síðasta tímabil í deildinni en þessir kappar hafa mæst þrjátíu sinnum og unnið sitt hvora fimmtán leikina. Þeir léku saman hjá Miami í fjögur ár og urðu tvívegis meistarar á þeim tíma. James skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendindar. Wade skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar. 

Úrslit: 

Indiana - Washington 109:101

Philadelphia - Detroit 116:102

Boston - New Orleans 113:100

Chicago - Sacramento 89:108

Milwaukee - Cleveland 108:92

Oklahoma - Utah 122:113

Dallas - Orlando 101:76

Denver - Memphis 105:99

Phoenix - LA Clippers 119:123

Golden State - Minnesota 116:108

LA Lakers - Miami 108:105

Luka Doncic hjá Dallas og Aaron Gordon hjá Orlando í …
Luka Doncic hjá Dallas og Aaron Gordon hjá Orlando í leiknum í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert