Íslendingar mæta Portúgölum aftur

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik.
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik. mbl.is/Árni Sæberg

Nú liggur fyrir hvernig næsti riðill verður hjá karlalandsliðinu í körfuknattleik í forkeppni EM 2021. Ísland mætir Portúgal aftur sem liðið spilar einnig við í vetur. 

Belgar eru búnir að tryggja sér sigur í riðli Íslands í forkeppninni og eru þar með komnir inn í undankeppnina. Íslendingar og Portúgalir fá annað tækifæri og verða í riðli með Sviss. Liðið sem vinnur þann riðil kemst inn í undankeppnina. Forkeppnin hefst í ágúst næsta sumar. 

Ísland var með Sviss í riðli í Undankeppni EM 2017. Íslendingar unnu öruggan sigur í Laugardalnum 88:72 en Svisslendingar unnu naumlega 83:80 í Sviss. 

Portúgal og Ísland mættust í Portúgal í haust í riðlinum sem nú stendur yfir og hafði Portúgal betur 80:77. Liðin eiga eftir að mætast í Laugardalshöll í febrúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert